Leikfélag Kef nóv. 25
Leikfélag Kef nóv. 25

Mannlíf

Aðalfundur í Sjólyst og Unuhátíð í Sæborg á sunnudaginn
Föstudagur 14. nóvember 2025 kl. 15:33

Aðalfundur í Sjólyst og Unuhátíð í Sæborg á sunnudaginn

Sunnudaginn 16. nóvember verða haldnir tveir samofnir viðburðir til heiðurs Unu Guðmundsdóttur í Garði og húsi hennar, Sjólyst.

Klukkan 14.00 verður aðalfundur haldinn í Sjólyst, húsi Unu Guðmundsdóttur. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf: skýrsla formanns, skýrsla gjaldkera, kosning stjórnar og almennar umræður um starfsemina og framtíðarsýn hússins.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Að loknum aðalfundi flyst dagskráin yfir í Tónlistarskólann í Garði, Sæborg, þar sem Unuhátíð hefst klukkan 16.00. Heimamenn minnast þar Unu með orðum og tónum.

Dagskrá Unuhátíðar er eftirfarandi:

Formaður setur hátíðina

Tónlistaratriði

Sigurður Ingvarsson flytur tölu

Tónlistaratriði

Oddný Harðardóttir flytur tölu

Kaffi, meðlæti og notalegt spjall að loknu formlegu dagskránni

Aðstandendur hvetja bæjarbúa og aðra áhugasama til að mæta bæði á aðalfundinn í Sjólyst og Unuhátíð í Sæborg og taka þannig þátt í að halda minningu Unu Guðmundsdóttur og menningararfi Garðs á lofti.

Frá fundi hollvina Unu Guðmundsdóttur.

Dubliner
Dubliner