Dubliner
Dubliner

Íþróttir

Lára tryggði Njarðvík sigur á vítalínunni þegar tvær sekúndur voru eftir
Lára Ösp Ásgeirsdóttir skoraði úr tveimur vítaskotum þegar tvær sekúndur voru til leiksloka og tryggði UMFN sigur. Mynd/UMFN.
Fimmtudagur 30. október 2025 kl. 06:49

Lára tryggði Njarðvík sigur á vítalínunni þegar tvær sekúndur voru eftir

Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni á útivelli

Njarðvík hafði betur gegn Grindavík í toppslag Bónusdeildar kvenna í gærkvöldi og með sigrinum eru liðin efst ásamt KR og Val. Keflavík hefði verið í þeirri stöðu líka en tapaði óvænt á útivelli á móti Stjörnunni.
Njarðvík-Grindavík 85-84 (26-16, 17-28, 23-21, 19-19)

Leikurinn í Ice Mar höllinni var fjörlegur en heimakonur náðu tíu stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta 26-16. Grindvíkingar komu sterkir inn í annan hluta og svöruðu með ellefu stiga sigri og leiddu því með stigi í leikhlé.

Síðari hálfleikur var mjög jafn og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunum. Njarðvík leiddi með einu stigi þegar 38 sekúndur voru til leiksloka en þær grindvísku komust yfir 83-84 þegar 12 sekúndur voru eftir en Lára Ösp Ásgeirsdóttir fiskaði villu þegar tvær sekúndur voru eftir og fékk tvö vítaskot. Stelpan mætti á línuna og setti bæði skotin ofan í og sigldi Njarðvíkursigri í höfn.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Njarðvík: Brittany Dinkins 26/8 fráköst/7 stoðsendingar, Danielle Victoria Rodriguez 21/16 fráköst/8 stoðsendingar, Hulda María Agnarsdóttir 15/9 fráköst, Sara Björk Logadóttir 14, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 7, Kristín Björk Guðjónsdóttir 2, Yasmin Petra Younesdóttir 0, Aníta Rut Helgadóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Katrín Ósk Jóhannsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0/5 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0.


Grindavík: Ellen Nystrom 28/10 fráköst, Abby Claire Beeman 23/12 fráköst/11 stoðsendingar, Farhiya Abdi 16/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 9, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/11 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, Þórey Tea Þorleifsdóttir 0.


Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Einar Valur Gunnarsson
Áhorfendur: 267

Stjarnan-Keflavík 78-73 (20-17, 25-17, 13-22, 20-17)

Stjarnan: Shaiquel McGruder 27/10 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 18/4 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 16, Diljá Ögn Lárusdóttir 14/9 fráköst, Greeta Uprus 3/9 fráköst, Sigrún Sól Brjánsdóttir 0, Eva Ingibjörg Óladóttir 0, Inja Butina 0, Bára Björk Óladóttir 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 0, Fanney María Freysdóttir 0.


Keflavík: Keishana Washington 18/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 16/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 9/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Agnes María Svansdóttir 3, María Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Oddný Hulda Einarsdóttir 0, Elva Björg Ragnarsdóttir 0.


Dómarar: Jón Þór Eyþórsson, Ingi Björn Jónsson, Arvydas Kripas
Áhorfendur: 45

Dubliner
Dubliner