Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Guðný Kristín ráðin forstöðumaður bókasafnsins
Fimmtudagur 30. október 2025 kl. 10:15

Guðný Kristín ráðin forstöðumaður bókasafnsins

Guðný Kristín Bjarnadóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns bókasafns Reykjanesbæjar. Þetta kom fram á fundi menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar í síðustu viku.

Bókasafn Reykjanesbæjar hefur flutt í nýtt og betra húsnæði í Hljómahöll þar sem lögð er áhersla á að skapa notalegt og fjölbreytt rými fyrir alla aldurshópa.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Bókasafnið deilir rými með Rokksafninu á fyrstu hæð hússins en verður jafnframt með þrjú aðskilin rými á annarri hæð, hnokkadeild, barnadeild og ungmennadeild.

Bókasafnið og Rokksafnið verða opin alla virka daga frá kl. 9:00 til 18:00 og um helgar frá kl. 10:00 til 17:00.

Hér má sjá viðtal við Guðnýju sem tekið var við opnun safnsins í Hljómahöllinni í haust.

Dubliner
Dubliner