Keflavík með öruggan sigur á KR en UMFN tapaði á Hlíðarenda
Keflvíkingar sigruðu KR en Njarðvík tapaði fyrir Val í 9. umferð Bónus-deildarinnar í körfubolta karla í gærkvöldi. Keflavík er í 2.-3. sæti en Njarðvíkingar eru í 6.-8. sæti.
Keflvíkingar unnu öruggan sigur og voru með forystu allan tímann í Blue höllinni. Þeir leiddu með tíu stigum í hálfleik og juku forskotið í síðari hálfleik. Þeir röndóttu úr Vesturbæ Reykjavíkur áttu engin svör við sterku liði Keflavíkur. Darryl Latrell Morsell skoraði 26/7 fráköst/6 varin skot, Egor Koulechov var líka öflugur og var með 24 stig og 6 fráköst.
Leikur Njarðvíkinga og Vals á Hlíðarenda var mun jafnari en gestirnir náðu fimm stiga forskoti í fyrsta leikhluta en munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik og þegar þriðja var lokið leiddu Valsmenn með einu. Í lokahlutanum voru heimamenn sterkari og sigruðu að lokum með átta stigum.
Dwayne Lautier-Ogunleye átti stórleik hjá Njarðvík og skoraði 33 stig og tók 7 fráköst, Julio Calver De Assis Afonso var með 21 stig og 12 fráköst.
Keflavík-KR 104-85 (25-22, 26-19, 24-20, 29-24)
Keflavík: Darryl Latrell Morsell 26/7 fráköst/6 varin skot, Egor Koulechov 24/6 fráköst, Jaka Brodnik 12/5 fráköst, Craig Edward Moller 11/4 fráköst, Mirza Bulic 9/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8, Hilmar Pétursson 7, Valur Orri Valsson 3, Frosti Sigurðsson 2, Ólafur Björn Gunnlaugsson 2, Jakob Máni Magnússon 0, Eyþór Lár Bárðarson 0.
KR: Linards Jaunzems 33/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/13 fráköst/11 stoðsendingar, Aleksa Jugovic 11, Friðrik Anton Jónsson 7/6 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 6, Lars Erik Bragason 5, Kenneth Jamar Doucet JR 5, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 4, Veigar Áki Hlynsson 0, Hallgrímur Árni Þrastarson 0, Vlatko Granic 0.
Valur-Njarðvík 94-86 (24-29, 26-22, 24-22, 20-13)
Valur: Kári Jónsson 25, Callum Reese Lawson 18, Kristófer Acox 16/16 fráköst, Antonio Keyshawn Woods 13/6 fráköst, Frank Aron Booker 10/7 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8/6 fráköst, Lazar Nikolic 4/6 fráköst, Veigar Örn Svavarsson 0, Orri Már Svavarsson 0, Karl Kristján Sigurðarson 0, Einar Marteinn Ólafsson 0.
Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 33/7 fráköst, Julio Calver De Assis Afonso 21/12 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 15, Dominykas Milka 12/7 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Brandon Averette 1/5 stoðsendingar, Bóas Orri Unnarsson 0, Kristófer Mikael Hearn 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0.




