Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Fréttir

Trúin á getu flugmanna Icelandair í erfiðum aðstæðum sterk
Guðný Birna Guðmundsdóttir. Samsett mynd.
Mánudagur 1. desember 2025 kl. 11:07

Trúin á getu flugmanna Icelandair í erfiðum aðstæðum sterk

„Ég var alveg viss um að þau væru með þetta með sína þjálfun og reynslu af eyjunni okkar og rokinu sem henni fylgir,“ segir Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um óveðurflugið frá Gatwick til Keflavíkur í gær. Guðný Birna var farþegi í vélinni. Þrátt fyrir mikla ókyrrð og óvissu um framhaldið brast traust hennar til flugáhafnar Icelandair hvergi.

Í pistli á Facebook lýsir Guðný Birna því hvernig hætt var við lendingu rétt við flugbraut, vélin tók snöggt á loft á ný og hélt aftur út á haf. „Hætt var við lendingu rétt við flugbraut og risið hratt og aftur á haf út. Við tók mesta ókyrrð sem við höfum upplifað og óvissa með framhaldið,“ skrifar hún.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hún segir að það hafi verið augljóst að farþegar voru hræddir, en að fólk hafi samt haldið fullkominni stillingu: „Maður fann hversu hrætt fólk var en allir héldu fullkominni stillingu. Rökhugsunin tók þó fljótt yfir og trúin á getu flugmanna Icelandair.“ Í lok pistils sendir hún kærar þakkir til Icelandair og áhafnarinnar frá Gatwick.

Annar farþegi, sem ræddi við mbl.is, lýsir atvikinu sem afar ógnvekjandi reynslu. Að hennar sögn var ókyrrðin slík að farþegar öskruðu, grétu og sumir köstuðu upp þegar vélin fór aftur á loft eftir að lending var blásin af. Samkvæmt flugratsjárgögnum var þotan þá komin í um þúsund feta hæð, eða um 300 metra, við flugbrautina þegar gefið var aftur í og klifrað upp í öruggari hæð.

„Ég hélt að ég væri að deyja. Fólk var bara grátandi, ælandi og öskrandi. Þetta var bara hræðilegt,“ er haft eftir farþeganum á mbl.is.

Þrátt fyrir dramatíska atburðarás lauk fluginu heilu og höldnu og lenti vélin örugglega síðar. Farþegar lýsa miklum létti eftir lendinguna og um leið þakklæti í garð flugmanna og áhafnar fyrir fagmennsku og yfirvegun í afar erfiðum aðstæðum.

Dubliner
Dubliner