Spjallað við náungann í Suðurnesjamagasíni vikunnar
„Hvetjum alla til að setjast á bekkinn, spjalla við náungann og taka sjálfu,“ segir formaður Kvenfélags Grindavíkur, Sólveig Ólafsdóttir, en kvenfélagið afhenti Grindavíkurbæ spjallbekk í tilefni af viku einmanaleikans sem var í október.
Afhendingin fór fram í Kvikunni, menningarmiðstöð Grindvíkinga og voru fjölmargir Grindvíkingar mættir til að hlýða á erindin sem voru flutt á viðburðinum.
Í Suðurnesjamagasíni í þessari viku er spjallbekknum gerð skil og rætt við þrjár konur sem tengjast Grindavík hver á sinn hátt.

