Dubliner
Dubliner

Fréttir

Issi keppir um bresku fisk- og frönskuverðlaunin
Fimmtudagur 4. desember 2025 kl. 15:02

Issi keppir um bresku fisk- og frönskuverðlaunin

Veitingastaðir á Íslandi og í Hollandi vonast til að slá í gegn eftir að tilkynnt var að þeir væru komnir í úrslit í flokknum „Alþjóðlegur fisk- og frönskusölustaður ársins“ á bresku fisk- og frönskuverðlaununum (National Fish & Chip Awards) fyrir árið 2026. Tveir staðir á Íslandi eru tilnefndir. Annar þeirra er Issi Fish & Chips á Fitjum í Reykjanesbæ.

Fiskur og franskar er þekktur réttur í Bretlandi en fyrirtæki um allan heim leggja sig öll fram við að færa viðskiptavinum í fjarlægum löndum þessa hefðbundnu bresku matarupplifun. Þrjú fyrirtæki hafa skarað fram úr og sýnt fram á glæsilegan árangur þegar kemur að hráefnisöflun, umhverfislegri og viðskiptalegri sjálfbærni og upprunaleika matargerðarinnar.

Bresku fisk- og frönskuverðlaunin eru vettvangur þar sem fyrirtæki í fremstu röð fá verðskuldaða athygli. Með áherslu á að viðhalda ströngum kröfum í greininni gangast þátttakendur undir matsferli sem heiðrar afburðaárangur og býður um leið upp á vaxtartækifæri.

Erlendu fisk- og frönskusölustaðirnir sem vonast til að hreppa hnossið eru:

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Ísland
Fish & Chips Lake Mývatn
Issi Fish & Chips, Reykjanesbæ

Holland
Beryl’s Fish & Chips & Veggies, Deventer

Andrew Crook er forseti Landssambands fisk- og frönkusölumanna (NFFF), sem stendur fyrir þessum þekkta viðburði, og hann segir: „Bresku fisk- og frönskuverðlaunin eru nú haldin í 38. sinn og spennan við að uppgötva framúrskarandi fyrirtæki dvínar aldrei hjá dómnefndinni. Og þegar um er að ræða sölustað erlendis er það enn ein áminningin um sérstakt, menningarlegt aðdráttarafl fisks og franskra. Það er krafturinn í góðum mat – hann fer yfir landamæri, tungumál og kynslóðir. Það eru mikil forréttindi fyrir verðlaunateymið að geta hjálpað úrslitahópunum að ná nýjum hæðum.“

Fez & Cip í Brúnei hlaut viðurkenninguna á verðlaunaafhendingunni 2025.

Nánar má lesa um verðlaunin á: www.thefishandchipawards.com.




Dubliner
Dubliner