Auglýst eftir framboðum í leiðtogaprófkjöri
Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir nú eftir framboðum til leiðtogaprófkjörs vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ. Prófkjörið fer fram 31. janúar 2026. Framboðsfrestur rennur út 31. janúar.
Í reglum prófkjörsins þarf hver frambjóðandi að skila inn meðmælum með framboði sínu frá 20 flokksbundnum sjálfstæðismönnum búsettum í Reykjanesbæ, hið minnsta. Tekið skal fram að enginn meðmælandi má mæla með fleirum en einum frambjóðanda.
Eins og fram hefur komið á vf.is hefur einn aðili tilkynnt framboð, Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri Háaleitisskóla.







