Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hveralykt af heita vatninu þegar álagið er mikið
Miðvikudagur 3. desember 2025 kl. 13:30

Hveralykt af heita vatninu þegar álagið er mikið

Íbúar víða á Suðurnesjum hafa undanfarið tekið eftir meiri lykt af heitu vatni heimahúsum. Samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum er um tímabundið fyrirbæri að ræða sem tengist miklu álagi á hitaveitukerfinu í kuldakaflanum síðustu daga.

Kuldinn hefur leitt til verulega aukinnar notkunar á heitu vatni og þar af leiðandi meira álags á framleiðslu HS Orku í Svartsengi. Til að mæta aukinni eftirspurn var tímabundið bætt litlu magni af jarðhitagufu inn í framleiðsluna. Sú breyting getur valdið því að sumir finni meiri lykt af vatninu en ella.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

HS Veitur taka fram að breytingin geti lækkað pH-gildi vatnsins örlítið, en að öðru leyti hafi hún engin áhrif á gæði þess. Heita vatnið sé áfram innan allra gæðamarka.

Fram kemur að álag á kerfið hafi nú minnkað og samkvæmt HS Orku sé ekki verið að nota jarðhitagufu í framleiðslunni um þessar mundir. Stefnt er að því að halda slíkri notkun í lágmarki, en íbúar gætu þó fundið fyrir svipaðri lykt á löngum og ströngum kuldaköflum líkt og þeim sem gengið hafa yfir nýverið.

Dubliner
Dubliner