Jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er hafið
Sala á jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur hófst 30. nóvember sl. í Nettó í Krossmóa. Af því tilefni voru veittir styrkir úr verkefna- og líknarsjóði klúbbsins.
Í ár fengu eftirfarandi aðilar styrk: Öldrunar- og stuðningsþjónusta Nesvalla, Skammtímadvöl Heiðarholt, Njarðvíkurkirkja (styrkur til búnaðarkaupa), Krabbameinsfélag Suðurnesja, Björgin, Velferðarsjóður Suðurnesja, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkursóknar, ásamt því að veittir voru styrkir til einstaklinga.
Samtals voru veittir styrkir fyrir um 3.000.000 kr.
Lionsfélagar munu standa vaktina fyrir framan Nettó Krossmóa flesta daga fram að Þorláksmessu og geta gestir þar nálgast miða í happadrættið. Fyrsti vinningur er Kia Picanto, sjálfskiptur, og heildarverðmæti vinninga er 4.648.747 kr.
Allur ágóði rennur til líknarmála.





