Dubliner
Dubliner

Fréttir

Miðflokkur stærstur og fengi fjóra þingmenn í Suðurkjödæmi - Flokkur fólksins engan
Miðflokksfólk er á fleygiferð í nýjustu skoðanakönnun Gallups.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 2. desember 2025 kl. 10:01

Miðflokkur stærstur og fengi fjóra þingmenn í Suðurkjödæmi - Flokkur fólksins engan

Enn stekkur Miðflokkurinn hátt og aldrei hærra en í nýrri skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi. Flokkurinn mælist stærstur í kjördæminu með 30,8% og fengi samkvæmt því fjóra þingmenn kjörna á þing. Samfylking er næst með 25,5% og fengi þrjá þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi tvo þingmenn og mælist með 20,9% fylgi í þessari nýjustu könnun sem Gallup og RÚV gerðu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Aðrir flokkar fengju ekki menn inn á þing. Framsókn fékk í könnuninni 6,6%, Viðreisn 6,2% og Flokkur fólksins 5,9% en hann var með 20% í síðustu kosningum og stærstur í kjördæminu.

VG, Sósíalistaflokurinn og Píratar mælast allir undir 2 prósentum.

Dubliner
Dubliner