Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning á níunda tímanum í morgubn um alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá lögreglunni á Suðurnesjum, Brunavörnum Suðurnesja og Slökkviliði Grindavíkur fóru á vettvang.
Ljóst var á vettvangi að um bílveltu var að ræða og tveir einstaklingar alvarlega slasaðir. Slasaðir voru fluttir með sjúkrabifreið til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem er að flytja þá á sjúkrahús.
Unnið er að vettvangsrannsókn í samstarfi við tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.




