Dubliner
Dubliner

Íþróttir

Grindavík og Njarðvík bæði með sigra í Bónusdeild kvenna
Miðvikudagur 3. desember 2025 kl. 21:28

Grindavík og Njarðvík bæði með sigra í Bónusdeild kvenna

Tíundu umferð Bónusdeildar kvenna lauk í kvöld með tveimur leikjum og voru Grindavík og Njarðvík bæði á sigurbrautinni góðu. Grindavík vann nauman sigur á vinningslausu botnliði Hamars/Þórs Þ á heimavelli, 79-72, og Njarðvík sem sömuleiðis var á heimavelli, vann öruggan sigur á Stjörnunni, 95-74.
Tíunda umferðin hófst í gærkvöldi og þá unnu Keflavíkurkonur lið Vals á útivelli, 92-95.

Grindavík fékk Ísabellu Ósk Sigurðardóttur til baka úr meiðslum en þrátt fyrir það voru þær í mesta basli með botnliðið og það var ekki fyrr en Þorleifur þjálfari gerði breytingar þegar Þórey Tea Þorleifsdóttir og Ólöf María Bergvinsdóttir komu inn á þegar u.þ.b. fimm mínútur voru eftir, sem vörnin hertist og Grindavík snéri sex stiga mínus í sex stig í plús og ekki þurfti mikið að breytast á lokamínútunum svo sigurinn dytti hinu megin en Abbey Beeman setti tvo risastóra þrista en hún var langbesti leikmaðurinn vallarins, skoraði 28 stig, tók 6 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Grindavík-Hamar/Þór 79-72 (25-17, 17-22, 12-18, 25-15)

Grindavík: Abby Claire Beeman 28/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ellen Nystrom 15/10 fráköst, Farhiya Abdi 14/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/5 fráköst/3 varin skot, Þórey Tea Þorleifsdóttir 6, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Telma Hrönn Loftsdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, María Sóldís Eiríksdóttir 0, Ólöf María Bergvinsdóttir 0.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk


Hamar/Þór: Mariana Duran 21/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Jadakiss Nashi Guinn 18, Jovana Markovic 17/12 fráköst, Ellen Iversen 9/11 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2, Dagrún Inga Jónsdóttir 0, Jara Björg Gilbertsdóttir 0, Andrea Ösp Gunnsteinsdóttir 0, Sólveig Grétarsdóttir 0, Guðrún Anna Magnúsdóttir 0.


Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Aron Rúnarsson, Sófus Máni Bender
Áhorfendur: 50


Njarðvík-Stjarnan 95-74 (29-15, 24-19, 22-23, 20-17)

Njarðvík: Danielle Victoria Rodriguez 23/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Paulina Hersler 19/7 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 18/5 fráköst, Brittany Dinkins 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Veiga Dís Halldórsdóttir 5, Helena Rafnsdóttir 4, Krista Gló Magnúsdóttir 4/5 fráköst, Sara Björk Logadóttir 4/6 fráköst, Kristín Björk Guðjónsdóttir 1, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Inga Lea Ingadóttir 0.


Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 17/4 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Fanney María Freysdóttir 16, Berglind Katla Hlynsdóttir 11/6 fráköst, Shaiquel McGruder 9/6 fráköst, Sigrún Sól Brjánsdóttir 4/4 fráköst, Eva Ingibjörg Óladóttir 0, Inja Butina 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 0, Bára Björk Óladóttir 0.


Dómarar: Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson
Áhorfendur: 310

Þorleifur Ólafsson, þjálfari UMFG: Þórey Tea Þorleifsdóttir, leikmaður UMFG:
Dubliner
Dubliner