Dubliner
Dubliner

Íþróttir

Haukar unnu Njarðvík og opnuðu Bónusdeild kvenna upp á gátt
Brittany Dinkins hefur oft látið meira að sér kveða en í leik gærkvöldsins.
Fimmtudagur 27. nóvember 2025 kl. 08:27

Haukar unnu Njarðvík og opnuðu Bónusdeild kvenna upp á gátt

9. umferð Bónusdeildar kvenna hófst í gær og voru Njarvíkurkonur að etja kappi en þær hafa verið góðu skriði undanfarnar vikur og voru einar á toppnum með sjö sigra og eitt tap. Þær mættu Haukum á heimavelli og steinláu, 80-102 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 46-55.

Eftir leikinn eru þrjú lið með tvö töp, Njarðvík, Valur og Grindavík. Þær síðastnefndu mæta Keflavík í sannkölluðum Suðurnesjaslag í Grindavík á fjörugum föstudegi. Körfuknattleiksdeild UMFG mun bjóða upp á hoppukastala og ís fyrir börnin og mikið verður um að vera þennan dag í Grindavík.

Njarðvík-Haukar 80-102 (19-26, 27-29, 20-23, 14-24)

Njarðvík: Danielle Victoria Rodriguez 25/5 fráköst, Paulina Hersler 15/4 fráköst, Brittany Dinkins 13/4 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 12, Sara Björk Logadóttir 8, Helena Rafnsdóttir 7/5 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0/4 fráköst, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Inga Lea Ingadóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk


Haukar: Amandine Justine Toi 36/6 fráköst/5 stoðsendingar, Krystal-Jade Freeman 27/14 fráköst/6 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 14/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 9, Sólrún Inga Gísladóttir 6/4 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 6/7 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0.


Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson, Sófus Máni Bender
Áhorfendur: 123

Dubliner
Dubliner