Eins og fara í verslunarferð til útlanda - FKA konur ánægðar í Reykjanesbæ
„Mér líður eins og ég hafi farið í verslunarferð erlendis þetta var svo mikil upplifun og margt nýtt að sjá,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir, félagskona FKA að loknu Jólarölti Viðskiptanefndar í Reykjanesbæ.
Jólarölt Viðskiptanefndar FKA var í samstarfi við FKA Suðurnes og FKA Suðurland í ár og komu konur víðsvegar af landinu til að hringja inn jólin saman að því er kemur fram í frétt frá FKA.
Farið var með rútu úr Borgartúni og allar konurnar sameinuðust í Gæludýr.is á Fitjum hjá Ingibjörgu Salóme Sigurðardóttur, formanni FKA, sem tók fagnandi á móti sínum
konum. „Við áttum saman góða kvöldstund á Suðurnesjum. Borðuðum, skáluðum, kynnumst, spjöllum, sungum röltum og nutum. Dregið var úr stórglæsilegu happdrætti og það sló heldur betur í gegn,“ segir Íris Bettý úr Viðskiptanefnd eftir vel heppnað kvöld.
Eftir fordrykk og létt snarl í stórglæsilegri verslun Gæludýr.is var hópnum skipt niður í rútur sem fóru á milli staða. Helmingur hópsins fór á
Hafnargötuna í Keflavík og hinn helmingurinn í glerhúsið við Njarðarbraut á Fitjum í Njarðvík. Hittist svo hópurinn á Velli mathöll þar sem konur fengu að smakka rétti á girnilegum stöðum mathallarinnar í glæsilegu og notalegu umhverfi.
Verslanir sem voru heimsóttar:
Marion herrafataverslun
Palóma föt og skart
Lindex
Reykjanes Optik
Hafnarbraut
Skóbúðin
Viney snyrtivöruverslun
Sport 24
Blómahús Mögdu
Gallerí Keflavík
Zolo og co.
Piccolo barnaverslun
Bústoð-Snúran
Kóda
Blómaskúr Villu
Fjóla Gullsmiður
A4
Skartsmiðjan
Gæludýr.is

Steinunn Snorradóttir eigandi tók vel á móti félagskonum í Völlur mathöll og er hér með Jenný Rósu Baldursdóttur.

Systurnar Guðný Birna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæ og formaður FKA Suðurnes og Sveindís Guðmundsdóttir hjá Sahara.

Soffía Theodórsdóttir, Helga Jóhanna Úlfarsdóttir, Helga Margrét Friðriksdóttir og Helga Björg Þorgeirsdóttir brosmildar í versluninni Zolo í Keflavík.





