Mannlíf

Fjölbreytt dagskrá á fjörugum föstudegi í Grindavík
Fimmtudagur 27. nóvember 2025 kl. 11:04

Fjölbreytt dagskrá á fjörugum föstudegi í Grindavík

Föstudaginn 28. nóvember verður líf og fjör á í Grindavík þegar fyrirtæki í bænum taka höndum saman og bjóða í sannkallaða veislu á fjörugum föstudegi. Fyrirtæki bjóða í heimsókn og þá verða uppákomur víða og fjölskyldudagskrá í Kvikunni.

Hér má sjá dagskrá á fjörugum föstudegi í Grindavík:

7:00-19:00 OPIÐ Í HÉRASTUBBI
Bakarafjölskyldan er búin að baka fyrir jólin. Jólabakkelsi, smákökur, lagtertur, laufabrauð, marengstoppar o.fl.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

12:00-20:00 OPIÐ Í KRISTINSSON
Opið í verslun Kristinsson, Stamphólsvegi 4, á Fjörugum föstudegi. Fallegt handverk sem er tilvalin jólagjöf.

AÐVENTUSTEMMING VIÐ HAFNARGÖTU

11:30-21:00 OPIÐ Á FISH HOUSE
Hreindýraborgarinn snýr aftur á matseðilinn á Fish House á Fjörugum föstudegi eftir þriggja ára fjarveru.

12:00-20:00 NESKJA OPNAR VERSLUN Í GRINDAVÍK 
Neskja framleiðir hágæða handverkssúkkulaði í Grindavík. Opnunartilboð og smakk fyrir Grindvíkinga og gesti.

16:00-20:00 NOTALEG STEMMING Í HÁRKOTI
Góð tilboð á hárvörum og tækjum. Blue Lagoon Skincare vörur með 25% afslætti. Notaleg stemming, jólaglögg og piparkökur fyrir gesti og gangandi. 

16:00-21:00 AÐVENTUKVÖLD VIGT
Kveikt verður á ljósum jólanna og Dúett Dæja&Jómba kemur fram á milli kl.17:30-20:30. Jólaandinn bíður ykkar í VIGT.

16:00-19:00 JÓLAVERKSTÆÐI Í GRINDINNI
Grindin býður ykkur velkomin í heimsókn á verkstæðið. Börnum gefst kostur á að taka þátt í að útbúa lítinn jólahlut og taka hann með sér heim.

16:00-19:00 HEIMAPARTÝ VÍSIS Í SÆVÍKINNI
Saltfiskur og söngur með spánardrykkjum.

16:00-19:00 BJÓR, BÚBBLUR OG SÆLGÆTI HJÁ GANTA OG GRINDAVÍK SEAFOOD
Ganti og Grindavík Seafood bjóða fullorðnum upp á bjór og búbblur á skrifstofu Ganta og krökkum upp á nammipoka.

16:00-19:00 FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ Í KVIKUNNI
Opið í hús í Kvikunni þar sem Grindavíkurbær, Slökkvilið Grindavíkur, KVAN o.fl. standa fyrir fjölskyldudagskrá:

  • Grindavíkurdætur syngja jólalög
  • Jólasveinarnir kíkja í heimsókn (eftir kl. 17)
  • Bjössi brunabangsi skoðar tækjabúnaðinn hjá slökkviliðinu
  • KVAN kynnir námskeið fyrir Grindvíkinga
  • Piparkökur og heitt súkkulaði í boði fyrir gesti

19:30 GRINDAVÍK - KEFLAVÍK Í ÍÞRÓTTAHÚSINU
Grindavík tekur á móti Keflavík í bónusdeild kvenna í íþróttahúsinu. Körfuknattleiksdeild UMFG stendur fyrir fjölskyldustemmingu fyrir leikinn með hoppuköstulum og góðgæti fyrir börnin. 

21:00 RIP Í KVIKUNNI
Hin goðsagnakennda hljómsveit RIP kemur aftur saman og stendur fyrir balli í Kvikunni. Húsið opnar kl. 21:00 og hljómsveitin stígur á stokk um kl. 21:30. Aðgangur ókeypis!

23:00-01:00 INGÓ Á PAPAS
Ingó spilar og syngur á Papas. 

Dubliner
Dubliner