Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýr spjallbekkur hvetur til samtals í Skrúðgarðinum
Föstudagur 5. desember 2025 kl. 09:54

Nýr spjallbekkur hvetur til samtals í Skrúðgarðinum

Kvenfélag Keflavíkur hefur fært Reykjanesbæ rauðan spjallbekk sem nú prýðir Skrúðgarðinn í Keflavík. Bekkurinn er hluti af verkefninu Viku einmanaleikans, sem hefur það að markmiði að hvetja fólk til að rjúfa einsemd, efla tengsl og taka samtalið. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

Spjallbekkirnir eru tákn um hlýju og opnar dyr og minna okkur á mikilvægi þess að gefa okkur tíma fyrir hvort annað. Með því að setjast niður á bekknum og spjalla saman geta gestir Skrúðgarðsins bæði átt notalega stund og jafnvel glatt daginn hjá einhverjum sem þarf á samskiptum að halda.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

„Reykjanesbær þakkar Kvenfélagi Keflavíkur innilega fyrir rausnarlega gjöf og þann hlýlega samfélagsanda sem félagið stendur fyrir. Nýi spjallbekkurinn er kærkomin viðbót við Skrúðgarðinn og samfélagið í heild,“ segir í tilkynningu bæjarins um gjöfina.

Dubliner
Dubliner