Breyta akstursleið R1 í Reykjanesbæ
Reykjanesbær mun á næstunni gera litla en jákvæða breytingu á leið R1 í almenningssamgöngukerfinu. Breytingin er gerð til að bæta aðgengi að miðbænum, þar sem leið R1 mun nú fara í gegnum hjarta Reykjanesbæjar og gera íbúum og gestum auðveldara að nálgast þjónustu og verslun. Þrátt fyrir breytinguna helst tímataflan óbreytt og hefur breytingin því engin áhrif á ferðaáætlun.
Hvað breytist og hvenær?
Vagninn sem áður keyrði frá Vesturgötu um Kirkjuveg og upp Skólaveg mun nú:
- Fara niður Vesturgötu að Hafnargötu,
- Aka upp Aðalgötu,
- Halda áfram um Sólvallagötu og upp Skólaveg, líkt og áður.
Við þessa breytingu:
- Fellur út stoppistöðin „Kirkjuvegur“
- Bætist við ný stoppistöð við „Hafnargötu“
Breytingin tekur gildi mánudaginn 8. desmber nk.
Reykjanesbær vonast til að þessi breyting bæti upplifun og þægindi allra sem ferðast með almenningssamgöngum.






