Kiwi veitingar ehf. taka við rekstri eldhúss á Nesvöllum
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að ganga til samninga við Kiwi veitingar ehf. (Soho Catering) um rekstur eldhúss við Þjónustumiðstöðina á Nesvöllum.
Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 27. nóvember 2025 í Hljómahöll. Kristinn Þór Jakobsson innkaupastjóri sat fundinn og kynnti vinnugögn og fyrirliggjandi valkosti áður en ákvörðunin var tekin.
Með þessu er stigið mikilvægt skref í átt að áframhaldandi öruggri og faglegri máltíðarþjónustu fyrir notendur Nesvalla, segir í fundargögnum bæjarráðs.






