Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kanalausir Keflvíkingar áfram á sigurbraut – Grindavík tapaði á Álftanesi
Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflvíkinga, leiddi sína menn til sigurs gegn Haukum en hann var stigahæstur Keflvíkinga. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 14. nóvember 2024 kl. 21:51

Kanalausir Keflvíkingar áfram á sigurbraut – Grindavík tapaði á Álftanesi

Keflvíkingar unnu þriðja leikinn í röð í Bónusdeild karla í körfuknattleik þegar Haukar mættu í Blue-höllina í kvöld. Keflavík hefur því aldeilis rétt úr kútnum eftir smá hökt í byrjun móts.
Grindvíkingar fóru hins vegar fýluferð til Álftaness og töpuðu þar naumlega fyrir heimamönnum í Forsetahöllinni þegar Álftanes náði tíu stiga forystu í fyrsta leikhluta en Grindavík minnkaði muninn hægt og bítandi.

Keflavík - Haukar 117:85

(26:23, 31:19, 34:22, 26:21)

Leikur Keflavíkur og Hauka var jafn fram í annan leikhluta en þá skildu leiðir og heimamenn skildu Hauka eftir í rykinu. Að lokum höfðu Keflvíkingar auðveldan 32 stiga sigur.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 23, Jarell Reischel 16/11 fráköst, Sigurður Pétursson 16/7 fráköst, Igor Maric 16/9 fráköst, Jaka Brodnik 16, Hilmar Pétursson 14/5 stoðsendingar, Marek Dolezaj 9, Jakob Máni Magnússon 3, Finnbogi Páll Benónýsson 2, Ismael Herrero Gonzalez 2, Jökull Eyfjörð Ingvarsson 0, Nikola Orelj 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhann Páll Kristbjörnsson, íþróttafréttaritari Víkurfrétta, var í Blue-höllinni í kvöld og ræddi við Hilmar Pétursson eftir leik. Viðtal og myndasafn er í vinnslu og birtist hér innan skamms.

Daniel Mortensen skilaði sínu í kvöld fyrir Grindavík en það dugði ekki til.

Álftanes - Grindavík 90:88

(30:20, 24:25, 19:23, 17:20)

Fjórði leikhluti var hörkuspennandi en Álftanes hafði fimm stiga forystu í upphafi hans. Grindvíkingar sneru leiknum sér í hag strax í byrjun leikhlutans og leiddu með einu til þremur stigum allt þar til í blálokin en heimamenn skoruðu þrjú síðustu stigin og unnu með tveimur stigum.

Grindavík: Daniel Mortensen 25/5 fráköst, Deandre Donte Kane 17/8 fráköst/6 stoðsendingar, Devon Tomas 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jason Tyler Gigliotti 13/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 10, Valur Orri Valsson 8/5 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0.

Keflavík - Haukar (117:85) | Bónusdeild karla 14. nóvember 2024