Reykjanes Optikk
Reykjanes Optikk

Íþróttir

Grindavík á toppnum - Njarðvík í vandræðum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 9. janúar 2026 kl. 09:41

Grindavík á toppnum - Njarðvík í vandræðum

Grindvíkingar halda toppsætinu í Bónus deild karla í körfubolta eftir nauman útisigur á ÍA. Njarðvíkingar töpuðu hins vegar níunda leiknum sínum af þrettán og þurfa að girða sig í brók ef þeir ætla að komast í úrslitakeppnina.

Grindvíkingar lentu í hörku leik gegn Skagamönnum sem eru nýliðar í deildinni. Þeir náðu að knýja fram sigur 91-94 en leikurinn var jafn allan tímann. 

Njarðvíkingar voru slakir í Breiðholtinu og töpuðu stórt gegn ÍR 84-59, voru undir allan tímann og Rúnar Erlingsson þjálfari sagði þetta slakasta leik liðsins undir sinni stjórn.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Grindvíkingar og Keflvíkingar leika í 8 liða úrslitum VÍS bikarsins 11. og 12. janúar, Grindavík fer í Garðabæinn og leikur gegn Stjörnunni og Keflavík heimsækir Valsmenn. Jóhann Þór Ólafsson mun ekki stýra toppliði Grindavíkur á næstunni en hann er farinn í frí vegna veikinda eiginkonu sinnar. 

ÍA-Grindavík 91-94 (23-25, 26-20, 21-21, 21-28)
http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=130403&game_id=6040575
ÍA: Darryl Latrell Morsell 22/10 fráköst/3 varin skot, Josip Barnjak 21/7 fráköst, Ilija Dokovic 16/5 fráköst, Styrmir Jónasson 12, Aron Elvar Dagsson 7, Lucien Thomas Christofis 6, Júlíus Duranona 5/8 fráköst, Kristófer Már Gíslason 2, Hjörtur Hrafnsson 0, Jóel Duranona 0, Marinó Ísak Dagsson 0, Tómas Ingi Hannesson 0.
Grindavík: Khalil Shabazz 25/4 fráköst/5 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 17/5 fráköst, Daniel Mortensen 15/8 fráköst, Jordan Semple 12/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 6, Kristófer Breki Gylfason 6, Isaiah Coddon 3, Unnsteinn Rúnar Kárason 3.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Dominik Zielinski
Áhorfendur: 384

ÍR-Njarðvík 84-59 (20-18, 28-17, 19-14, 17-10)
http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=130403&game_id=6040576
ÍR: Tsotne Tsartsidze 17/11 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 17/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 12/7 stoðsendingar, Emilio B Banic 11, Jacob Falko 9/6 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Dimitrios Klonaras 9/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Rafn Kristján Kristjánsson 2, Frank Gerritsen 2, Bjarni Jóhann Halldórsson 0, Hannes Gunnlaugsson 0, Sigurþór Hjörleifsson 0.
Njarðvík: Dominykas Milka 16/10 fráköst, Dwayne Lautier-Ogunleye 14/5 fráköst, Brandon Averette 12, Veigar Páll Alexandersson 10, Sven Smajlagic 7/5 fráköst, Bóas Orri Unnarsson 0, Almar Orri Jónsson 0, Ómar Orri Gíslason 0, Kristófer Mikael Hearn 0, Sigurður Magnússon 0, Brynjar Kári Gunnarsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0/5 fráköst.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Gunnlaugur Briem, Guðmundur Ragnar Björnsson
Áhorfendur: 327