Íþróttir

Fyrsta tap Keflvíkinga á tímabilinu
David Okeke var með 21 stig og sjö fráköst.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 5. nóvember 2021 kl. 10:54

Fyrsta tap Keflvíkinga á tímabilinu

Keflvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í Subway-deild karla þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshöfn mættu í Blue-höllina í gær. Þór Þ., Grindavík og Keflavík eru efst og jöfn í Subway-deildinni með fjóra sigra hvert í fimm umferðum.

Keflavík - Þór Þ. 80:89

(18:29, 23:21, 21:22, 18:17)

Keflvíkingar þurfa að mæta betur undirbúnir í leiki en þeir hafa verið að sýna undanfarið. Það virðist ekki vera fyrr en fer að líða á leikina að maskínan fari að malla og þá getur þar verið of seint, eins og sást í gær.

Þórsarar tóku ellefu stiga forystu í fyrsta leikhluta og Keflavík náði ekki að vinna það forskot upp þótt þeir hafi verið nærri því í lokin. Keflvíkingar voru átta stigum á eftir í upphafi fjórða leikhluta en þeir náðu góðri rispu þar sem þeir jöfnuðu leikinn og komust yfir (80:79). Eftir það var allur vindur úr heimamönnum og gestirnir kláruðu leikinn með tíu síðustu stigunum.

Vogar aðalskipulag
Vogar aðalskipulag

David Okeke var stigahæstur í liði heimamanna í gær en hann og Calvin Burks voru skárstir í leiknum. Dominykas Milka hefur ekki verið svipur hjá sjón í síðustu leikjum og sama er með Jaka Brodnik en menn eins og Arnór Sveinsson, Magnús Pétursson og Halldór Garðarsson hafa verið að koma af bekknum og minna á sig.

Frammistaða Keflvíkinga: David Okeke 21/7 fráköst, Calvin Burks Jr. 15, Valur Orri Valsson 9, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/7 fráköst/9 stoðsendingar, Jaka Brodnik 7, Magnús Pétursson 5, Ágúst Orrason 5, Dominykas Milka 4/4 fráköst, Arnór Sveinsson 4/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.

Tölfræði leiks.

Tengdar fréttir