Dubliner
Dubliner

Íþróttir

Auðun Helgason framlengir í Vogunum
Laugardagur 6. desember 2025 kl. 14:35

Auðun Helgason framlengir í Vogunum

– Hreinn Ingi verður aðstoðarþjálfari liðsins

Auðun Helgason og knattspyrnudeild Þróttar hafa komist að samkomulagi um að Auðun haldi áfram með lið Þróttar í Vogum á næsta ári. Auðun tók við í lok febrúar á þessu ári og endaði liðið í þriðja sæti 2. deildar karla í sumar og ríkir mikil ánægja með hans störf.

Auðun átti glæstan leikmannaferil á sínum tíma. Hann er uppalinn í FH en hann lék einnig með Leifri, Fram, Grindavík, Selfossi og Sindra hér á landi.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hann lék einnig í atvinnumennsku í Sviss, Noregi, Belgíu og Svíþjóð. Þá lék hann 35 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Hann þjálfaði Fram árið 2013 en hann þjálfaði Sindra í 2. deild síðast árið 2016. Hann var einnig aðstoðarþjálfari Selfoss 2011 og 2012.

Þróttur Vogum leikur í 2. deild næsta sumar en liðið var hársbreidd frá því að komast upp í Lengjudeildina í sumar.

Hreinn Ingi Örnólfsson hefur sömuleiðis skrifað undir áframhaldandi eins árs samning sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks Þróttar Vogum.

Hreinn mun aðstoða Auðun Helgason við þjálfun liðsins en þetta er í fjórða sinn sem Hreinn er hjá félaginu.

Hreinn spilaði á sínum ferli með Þrótti Reykjavík áður en hann kom til Þróttar Vogum fyrir þremur árum. Hreinn er uppalinn hjá Þrótti Reykjavík og lék hann alls rúmlega 200 deildar- og bikarleiki í röndóttu treyjunni, marga þeirra sem fyrirliði liðsins.

„Þróttarafjölskyldan er í skýjunum með fréttirnar og hlakkar til áframhaldandi samstarfs enda hafa þeir félagar smellpassað í Vogafjölskylduna,“ segir í tilkynningu.

Dubliner
Dubliner