SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Víkurfréttir hálfsmánaðarlega á prenti
Miðvikudagur 17. september 2025 kl. 13:40

Víkurfréttir hálfsmánaðarlega á prenti

Víkurfréttir eru núna gefnar út hálfsmánaðarlega á prenti í stað vikulega. Það er ekki blað í þessari viku en næsta blað kemur því út miðvikudaginn 24. september.

„Við erum að upplifa breytingar í fjölmiðlun og útgáfu og höldum áfram að aðlaga okkur að þeim eins og við höfum gert í meira en fjóra áratugi. Við stefnum að því að gefa áfram út fjölbreytt bæjarblað en einnig munum við efla okkur í netheimum þar sem horft verður til frekari landvinninga í hlaðvarps- og sjónvarpsviðtölum,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, í pistli sem er skrifaður í tilefni af 45 ára útgáfuafmæli blaðsins.

Með því að fara úr vikulegri prentútgáfu yfir í hálfsmánaðar útgáfu munum við efla fréttaþjónustu á vefnum okkar, vf.is.

Póstfang ritstjórnar er [email protected] og hjá auglýsingadeild er póstfangið [email protected].