Sporthúsið
Sporthúsið

Fréttir

Umhverfisvænni og skilvirkari almenningssamgöngur
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 25. nóvember 2022 kl. 13:26

Umhverfisvænni og skilvirkari almenningssamgöngur

Fyrsti rafmagnsstrætóinn mun fara um götur Reykjanesbæjar haustið 2023 en til stendur að rekstraraðilinn skipti út diesel vögnum fyrir rafmagnsvagna. Þá verður einnig boðið upp á minni bíla sem hægt verður að panta utan venjulegs aksturstíma strætós með það að markmiði að tengja Flugstöð Leifs Eiríkssonar við kerfið. 

Gunnar Ellert Geirsson, deildarstjóri umhverfismála í Reykjanesbæ, segir þetta um málið: „Rekstraraðili Reykjanesbæjar hefur ákveðið að skipta út diesel vögnum fyrir rafmagnsvagna. Því fögnum við mjög. Alls verða vagnarnir þrír í flota Bus4u, en tveir bætast við árið 2024.“ Þá segir hann kerfið bjóða upp á „að bæta við bílum og hafa hlutverk þeirra breytilegt, t.d. aka eftir pöntunum farþega eftir kl. 17 og um helgar.“ Aðspurður hvenær stefnt er á að hefja það verkefni segir hann: „Tilraunaverkefnið fer af stað 15. janúar 2023. Við erum enn að vinna að útfærslu verkefnisins en það verður kynnt betur síðar.“

Bílakjarninn /Nýsprautun
Bílakjarninn /Nýsprautun