Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Tengjast netinu með 4G til bráðabirgða
Eins og sjá má á myndum með fréttinni er tjónið mikið.
Fimmtudagur 9. september 2021 kl. 20:40

Tengjast netinu með 4G til bráðabirgða

Mikið tjón í eldsvoða í stjórnstöð Kapalvæðingar

Starfsmenn Kapalvæðingar í Reykjanesbæ hafa staðið í ströngu í dag við að koma neti og sjónvarpi í gang aftur. Vinna við endurnýjun tækja og búnaðar stendur yfir eftir að mikið tjón varð í nótt í eldsvoða í stjórnstöð Kapalvæðingar í Njarðvík. Allur búnaður í stöðinni gjöreyðilagðist í eldsvoðanum.

Nú er unnið að því að koma ónýtum búnaði út úr stöðinni og unnið er að því að koma upp bráðabirgðatengingum en auk heimila eru fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér fjarskiptasambönd Kapalvæðingar í Reykjnesbæ.

Public deli
Public deli

„Varðandi netið bjóðum við viðskiptavinum okkar þá bráðabirgðalausn að fá hjá okkur 4G router. Einnig bjóðum við þeim sem nú þegar hafa aðgang að Ljósleiðaranum slíka tengingu. Ljósleiðarinn mun afgreiða nýtengingar með hraði, á morgun og um helgina, fyrir viðskiptavini Kapalvæðingar,“ segir í tilkynningu frá Kapalvæðingu sem send var til viðskiptavina rétt í þessu.

Þá þakkar starfsfólk Kapalvæðingar hlýjar kveðjur og þann skilning sem viðskiptavinir hafa sýnt vegna eldsvoðans í morgun.