bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Starfsmenn Grindavíkurbæjar fá gjafabréf
Miðvikudagur 13. maí 2020 kl. 09:21

Starfsmenn Grindavíkurbæjar fá gjafabréf

Í ljósi þeirrar einstöku stöðu sem verið hefur að undanförnu vegna kórónuveirufaraldursins og framlags starfsmanna við að leysa úr málefnum bæjarfélagsins í því sambandi hefur bæjarráð Grindavíkur lagt til að veita starfsmönnum umbun í formi gjafabréfs sem nýta má til úttektar hjá fyrirtækjum heimamanna í Grindavík.

Bæjarráð samþykkti að gefa starfsmönnum Grindavíkurbæjar sem eru í starfi í maí 2020 gjafabréf að verðmæti 10.000 króna til nota í fyrirtækjum í Grindavík samkvæmt lista sem samþykktur var á fundinum.

Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 2.500.000 króna vegna gjafabréfanna.