Fréttir

Segir starfsfólk Vatnaveraldar til fyrirmyndar eftir slys í sundi
Nýja rennibrautin í Vatnaveröld.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
fimmtudaginn 8. júlí 2021 kl. 07:28

Segir starfsfólk Vatnaveraldar til fyrirmyndar eftir slys í sundi

Sonur Elínar Hermannsdóttur lenti í því leiðinlega atviki að slasa sig lítillega í rennibrautinni í Vatnaveröld í vikunni. Elín skrifaði um atvikið í Facebook-hópnum „Reykjanesbær - Gerum góðan bæ betri“ þar sem hún hrósar starfsfólki sundlaugarinnar fyrir góð viðbrögð.
„Þetta atvikaðist þannig að hann var í rennibrautinni, rak olnbogann í og fékk sár eins og getur gerst. Hann kom þá hlaupandi til mín,“ lýsir Elín í samtali við Víkurfréttir en hún segir starfsmann sundlaugarinnar hafa komið hlaupandi til þeirra í kjölfarið, úr turni sundlaugarinnar. „Hann var fljótur að sjá að okkur vantaði aðstoð, þreif sárið og sinnti honum af natni,“ segir hún en sonur Elínar er sjö ára gamall.

Fjölskylda Elínar hefur búið í Reykjanesbæ í fjögur ár og segir hún að ávallt sé tekið vel á móti henni. „Mér finnst mikilvægt að hrósa þegar vel er gert og starfsfólk Vatnaveraldar á hrós skilið. Þau eru ávallt með bros á vör og fylgjast vel með.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024


Elín ásamt syni sínum og dóttur.