Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar eignast Kirkjuhvol
Kirkjuhvoll var byggður af Ungmennafélaginu Þrótti og Kvenfélaginu Fjólu árið 1933. Svona birtist húsið lesendum Víkurfrétta árið 1982.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2019 kl. 07:36

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar eignast Kirkjuhvol

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur fest kaup á samkomuhúsinu Kirkjuhvoli á Vatnsleysuströnd og landareign sem því tilheyrir. Frá þessu er greint á vef Sveitarfélagsins Voga.

Kirkjuhvoll var byggður af Ungmennafélaginu Þrótti og Kvenfélaginu Fjólu árið 1933. Skortur var á húsnæði fyrir starfsemi félaganna og almennt samkomuhald í hreppnum. Haldnar voru ýmsar samkomur í húsinu í þá tvo áratugi sem það var starfrækt.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Kirkjuhvoll hefur verið í einkaeign undanfarin ár og látið mjög á sjá. Fyrirhugað er að hreinsa út úr húsinu og loka því áður en vetur gengur í garð. Endurbætur verða skipulagðar á næstu mánuðum og hefst uppbygging, ef allt gengur eftir, að ári.

Það er með tilhlökkun sem Minjafélagið ræðst í þessa framkvæmd, segir á vef bæjarins. „Samfélagið allt nýtur góðs af varðveislu sögunnar,“ segir að lokum.

Kirkjuhvoll á Vatnsleysuströnd. Myndir af vef Sveitarfélagsins Voga.