Fréttir

Meðalleiga á fermetra utan höfuðborgarsvæðisins hæst í Reykjanesbæ
Föstudagur 16. febrúar 2024 kl. 06:00

Meðalleiga á fermetra utan höfuðborgarsvæðisins hæst í Reykjanesbæ

Meðalleiga á hvern fermetra íbúðarhúsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ á síðasta ári, um 2.900 krónur í Keflavík og Njarðvík (230 og 260) en þar var hún um sex prósentum hærri en á Selfossi. Þetta kemur fram í nýrri leiguskrá HMS.

Samkvæmt leiguskránni var algengt fermetraverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins frá 2.400 kr. upp í 3.000 kr. en meðalleigufjárhæð þar var á bilinu 197–250 þúsund. Ódýrasta meðalleigan var í Grindavík eða 197.808 kr. Þar mátti einnig finna minnstu meðalstærðina á íbúðum en þær voru að meðaltali 81 fermetri að stærð. Meðalstærð íbúða var einnig svipuð í Reykjanesbæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd en þar er hún 84 og 83 fermetrar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Meðalstærð leiguhúsnæðis var hins vegar mest í Þorlákshöfn og Garði en leiguíbúðir þar eru að jafnaði tæplega 100 fermetrar. Þó ber að varast draga miklar ályktanir um gögnin í Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði þar sem  fjöldi samninga sem undirritaðir voru í fyrra á þessum stöðum var um og undir tuttugu talsins og því er úrtakið takmarkað þar.