Fréttir

Grindavík rafmagnslaus í nótt
Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson
Mánudagur 25. mars 2024 kl. 23:19

Grindavík rafmagnslaus í nótt

Staðsetning á bilun í stofnlögn rafmagns til Grindavíkur er talin vera við varnargarða við Grindavík. Rafmagn fór af Grindavík um miðjan dag og bilanagreining benti til þess að stofnlögnin frá Svartsengi væri biluð.

„Erfitt er að komast að innviðum til viðgerða á þessu svæði og er undirbúningur hafinn í samráði við Almannavarnir. Vegna þessa mun viðgerð taka lengri tíma en vonir stóðu til,“ segir í tilkynningu frá HS Veitum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Eins og staðan er núna er áætlað að rafmagn verði ekki komið á Grindavík fyrr en í fyrsta lagi undir morgun.