BVT
BVT

Fréttir

Framlög til Voga lækka um 66 milljónir og óvissa í rekstri
Laugardagur 12. september 2020 kl. 09:52

Framlög til Voga lækka um 66 milljónir og óvissa í rekstri

Um þriðjungur tekna bæjarsjóðs Sveitarfélagsins Voga eru framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þegar liggur fyrir að þessi framlög verða skert um 12,5% á þessu ári, sú skerðing hefur í för með sér u.þ.b. 35 m.kr. tekjulækkun hjá bæjarsjóði. Nú hefur einnig verið birt áætlun sjóðsins um tekjujöfnunarframlög ársins.

„Tekjujöfnunarframlagið árið 2019 var tæpar 58 m.kr. Spáin okkar fyrir árið í ár var 60 m.kr. Nú hefur sjóðurinn birt frétt um hvert framlagið verður í ár, og okkur til mikilla vonbrigða verður það einungis 27 m.kr. Lækkunin frá fyrra ári er 31 m.kr., þannig að í heild lækka framlög Jöfnunarsjóðs 66 m.kr. milli ára. Það munar um minna. Framundan er óvissa um þróun útsvarstekna, enda óvissa mikil í atvinnumálum,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegum föstudagspistli.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fari svo að atvinnuleysi aukist meira en þegar er orðið, má gera ráð fyrir að tekjur einstaklinga lækki umtalsvert þegar líða tekur á haustið. Útgjöld sveitarfélagsins eru nokkurn veginn í samræmi við áætlun ársins. Framundan eru því óvissutímar í rekstri bæjarsjóðs. Allt kapp verður vitaskuld lagt á að halda áfram úti góðri þjónustu og að standa vörð um starfsemi sveitarfélagsins, segir jafnframt í pistlinum.

Dubliner
Dubliner