Brons
Brons

Aðsent

Vísindaakademía Suðurnesja
Þriðjudagur 14. október 2025 kl. 06:57

Vísindaakademía Suðurnesja

Vísindaakademía Suðurnesja hefur það hlutverk að efla vísindaumræðu og stuðla að vísindastarfi og fræðslu á Suðurnesjum. Aðeins þeir sem eiga lögheimili á Suðurnesjum fá aðild að akademíunni.

Vísindaráð: Þau sem lokið hafa doktorsgráðu (PhD) eða mótsvarandi frá viðurkenndum háskóla geta sótt um aðild að vísindaráði akademíunnar. Doktorsnemar geta sótt um aukaaðild hafi þeir birt að minnsta kosti eina ritrýnda grein sem fyrsti höfundur, eða mótsvarandi. Formaður vísindaráðs er jafnframt rektor akademíunnar og sker úr um álitamál.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fræðsluráð: Auk vísindastarfa vinnur akademían að fræðslu fyrir almenning. Þau sem lokið hafa tveggja ára mastersgráðu frá viðurkenndum háskóla (university) geta sótt um aðild að fræðsluráði akademíunnar.

Áhugafólk um ólík mál mynda með sér fræðasvið. Hvert fræðasvið útnefnir sviðsstjóra sem jafnframt ber ábyrgð á starfi sviðsins í samvinnu við rektor.

Almenn aðild: Það kostar ekkert að taka þátt í störfum akademíunnar. Hægt er að skrá sig í almenna aðild óháð formlegri menntun. Áhugafólk um alþýðufræði og vísindi er hvatt til að stofna sér fræðasvið innan akademíunnar í samvinnu við fræðslu- og/eða vísindaráð að fengnu samþykki rektors.

Öll þau sem hafa áhuga á fræðum og vísindum og vilja fá tilkynningar um atburði eru hvött til að skrá sig á póstlista akademíunnar. Akademían hefur enga heimasíðu enn sem komið er, en hægt er að skrá sig með því að senda e-póst á [email protected]

Dr. Ásgeir R. Helgason,
formaður vísindaráðs.