Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Aðsent

Styrkir sem skipta máli
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 8. nóvember 2025 kl. 06:44

Styrkir sem skipta máli

Þakklæti frá Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja

Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er grunnendurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fullorðna með geðheilsuvanda. Starfsfólk veitir frekari upplýsingar um leiðir og úrræði sem standa til boða, innan sem utan Bjargarinnar.

Á undanförnum árum hefur Björgin geðræktarmiðstöð Suðurnesja notið stuðnings frá fyrirtækjum og félagasamtökum á svæðinu. Þessir styrkir eru ómetanlegir og gera okkur kleift að halda úti fjölbreyttu starfi sem miðar að því að efla geðheilsu, félagslega virkni og vellíðan fólks á Suðurnesjum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í samfélagi þar sem fjármunir til geðræktar eru oft takmarkaðir og verkefni rekin af eldmóði fremur en efnum, skiptir þessi stuðningur gífurlega miklu máli. Hann gerir okkur kleift að halda úti frekari starfsemi, fræðslu, sjálfstyrkingarhópum, félagslegum viðburðum og daglegu starfi sem veitir mörgum öryggi, tilgang og samfélag.

Þegar einstaklingar, fyrirtæki og félög ákveða að leggja Björginni lið, eru þau ekki aðeins að styðja eina stofnun, þau eru að leggja sitt af mörkum til þess að byggja upp heilbrigðara, sterkara og mannúðlegra samfélag. Slíkur stuðningur er raunveruleg fjárfesting í fólki og framtíð.

Við í Björginni viljum færa öllum sem hafa sýnt okkur velvilja og traust okkar innilegustu þakkir. Hver króna, hver gjöf og hvert hvatningarorð skiptir máli. Þökk sé ykkur getum við haldið áfram að vera staður þar sem fólk finnur hlýju, skilning og styrk til að takast á við lífið.

Kær kveðja frá stelpunum úr
Björginni geðræktarmiðstöð Suðurnesja

Dubliner
Dubliner