Flugger
Flugger

Aðsent

Spá mín rættist – ófremdarástand í útlendingamálum
Föstudagur 5. maí 2023 kl. 06:47

Spá mín rættist – ófremdarástand í útlendingamálum

Árum saman hef ég varað við því hvert stefnir í málefnum hælisleitenda. Ég hef ekki verið hræddur við að ræða þau vandamál sem fylgja of stórum hópi hælisleitenda en hlotið bágt fyrir hjá þingmönnum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata hvers þingmenn telja ekki nóg að gert í móttöku flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Úr ranni þessara flokka birtist mest andstaða við skynsamlegar breytingar dómsmálaráðherra á útlendingalöggjöfinni.

Ég hef tvisvar frá því í september 2022 farið í heimsóknir á Ásbrú til að kynna mér stöðuna í húsnæðismálum og rætt við fólk sem þar starfar. Í seinna skiptið, í byrjun febrúar sl., fórum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og áttum samtal við yfirmenn móttöku hælisleitenda hjá Vinnumálastofnun. Þar mátti heyra að þau söknuðu þess að hafa ekki fengið heimsókn frá þeim þingmönnum sem telja ekki nóg að gert í útlendingamálum, sem hefðu gott af því að kynna sér stöðuna eins og hún er í raun.

Katrín Jakobsdóttir forsetafr
Katrín Jakobsdóttir forsetafr
Breyttur veruleiki fyrir íbúa Suðurnesja

Staðan er ekki góð á landamærum landsins og við höfum hreinlega misst tökin. Ef við undanskiljum umsóknir frá Úkraínu bárust Íslandi á síðasta ári 581 umsókn um alþjóðlega vernd á hverja 100 þúsund íbúa skv. upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins um verndarmál. Það er ekki nema áttfaldur fjöldi á við Danmörku. Hingað streymir óheftur fjöldi hælisleitenda með þeim afleiðingum að allt íbúðarhúsnæði er uppurið. Ég benti á þá staðreynd fyrir löngu og þarf ekki að endurtaka það hér. Staðan í húsnæðismálum er í raun svo slæm að innviðaráðherra hefur komið fram með frumvarp um breytingar á skipulagslögum svo taka megi húsnæði; skrifstofubyggingar og skemmur utan þjónustusvæða, og breyta þeim í íbúðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Og það þrátt fyrir að búið sé að henda tugum leigjenda á götuna til þess að rýma fyrir þessum hópi flóttafólks.

Staðan í þessum málaflokki er sérstaklega slæm á Suðurnesjunum. Börn hælisleitenda komast ekki í skóla svo mánuðum skipti eftir komu til landsins. Það er ekkert námsefni til fyrir þau á þeirra móðurmáli og tungumálaörðuleikar milli kennara og nemenda. Þetta kemur auðvitað niður á öðrum nemendum grunnskólanna líka. Íbúar á Suðurnesjum búa við breyttan veruleika. Hópamyndanir hælisleitenda, að uppistöðu til ungra karla, valda því að mörgum þykir óþægilegt að fara í búðina, sund eða strætó. Þetta heyri ég ítrekað í samtölum mínum við íbúa á svæðinu.

Til þess að geta tekið sómasamlega á móti fólki í neyð, sem ég vil að við gerum, þurfum við að takmarka fjöldann við það sem innviðirnir þola; húsnæði, menntakerfi, löggæsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta. Á Íslandi eru hópar sem hafa það bágt, heimilislausir, eldri borgarar sem komast ekki í viðeigandi húsnæði. Þarf þetta fólk að koma með flugi til landsins og biðjast hælis í eigin landi til að fá sömu þjónustu og við bjóðum hælisleitendum?

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.