Sæmi Einars 80 ára 18. maí
Elsku pabbi!
Til hamingju með 80 ára afmælið.
Njarðvíkingur í húð og hár, búsettur á sömu torfunni í 80 ár, trúr sínum rótum og íhaldssamur á menn og málefni en alltaf traustur, hláturmildur og heilsuhraustur.
Þú ert trillukarlinn sem aldrei hikar við sjóinn, rafvirkjameistarinn sem lætur verkin tala og fjölskyldufaðirinn sem hefur byggt upp stóra og samhenta ætt. Fjögur börn, fjórtán barnabörn og sex langafabörn eiga þér margt að þakka.
Þú ert okkur fyrirmynd í vinnusemi og virðingu fyrir einföldum en dýrmætum hlutum lífsins. Þú býrð yfir góðu faðmlagi, hlýjum orðum og góðum sögum.
Með ómældri ást og þakklæti óskum við þér heilla og hamingju.
Inga, Ögmundur, Baldur, Sigga, makarog fjölskyldan öll.