Aðsent

Hvers vegna Kiwanis?
Laugardagur 11. mars 2023 kl. 07:30

Hvers vegna Kiwanis?

Eftir rúmlega eitt ár, nánar tiltekið 14. janúar 2024, fagnar Kiwanis 60 ára starfi hér á Íslandi og Alþjóðahreyfing okkar samtaka, Kiwanis International verður 110 ára ári seinna eða þann 1. nóvember árið 2025. Stofnfundur fyrsta Kiwanisklúbbsins á Íslandi, sem er Kiwanisklúbburinn Hekla var haldinn 14. janúar 1964, frá þeim degi hófst formlegt Kiwanis starf á Íslandi.

Kiwanisklúbbum fjölgaði hratt á Íslandi og þegar best lét, en það var árið 1983 voru starfandi 39 Kiwanisklúbbar á Íslandi og í Færeyjum og félagatalan var þá 1239.  Frá fyrsta degi hefur krafturinn í Kiwanisstarfinu verið mikill og má eiginlega segja að strax frá upphafi hreyfingarinnar á Íslandi hafi verið farið í að skipuleggja þjónustuverkefni. Kiwanis er og verður öflug þjónustuhreyfing, við förum sjálfir í verkin og höfum til dæmis hjálpað öldruðum, aðstoðað fatlað fólk með ýmsum hætti, unnið við skógrækt og svo mætti lengi telja.  

Public deli
Public deli

Árið 1972 var ákveðið að fara í sameiginlegt verkefni allra klúbba á landinu og hafa sérstakan K-dag. Fyrsti K-dagurinn var árið 1974, landssöfnun þar sem safnað er fé með sölu á K lykli og andvirði sölunnar notað til að styðja geðsjúka. Ákveðið að gera það undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum‘‘, það kjörorð hefur haldist hefur fram á þennan dag. Kiwanishreyfingin  ákvað    verða  rödd  þessa  fólks.  Ég fullyrði að Kiwanishreyfingin hefur haft veruleg áhrif til þess að bæta stöðu geðfatlaðra og opnað umræðuna um þetta mikilvæga málefni.

Kiwanisklúbburinn Kaldbakur hóf að gefa ungum börnum reiðhjólahjálma árið 1991, það varð síðan að landsverkefni árið 2004 og nú hafa öll 6 ára börn frá árinu 2004 fengið reiðhjólahjálma frá Kiwanis eða í 18 ár.

Að vinna þjónustuverkefni og hjálpa öðrum er mikilvægt fyrir samfélagið. Kiwanisfélagar sem taka þátt í þjónusta samfélagið öðlast betri sýn og skilning á þörfum þess. Það er nauðsynlegt fyrir alla og gerir okkur að betri samfélagsþegnum. Konur og karlar eiga samleið í Kiwanis og ekki síst í þjónustustarfi hreyfingarinnar, verkefnin eru unnin af meiri skilning og alúð þegar bæði kynin koma að verki. 

„Þjónum börnum heims“ er kjörorð hreyfingarinnar, þessi orð skýra fullkomlega hver er megintilgangur okkar starfs og þarf ekki frekari skýringa við.

Á Suðurnesjum eru starfandi þrír Kiwanisklúbbar, Keilir og Varða í Reykjanesbæ og Hof í Garði.Varða er kvenna Kiwanisklúbbur, þær funda tvisvar í mánuði og er næsti fundur þeirra 4. apríl kl.19:00 í Kiwanishúsinu Iðavöllum 3c og eru allar konur velkomnar.

Keilir er karla Kiwanisklúbbur sem fundar líka tvisvar í mánuði, þeir eru næst með fund þann 16. mars kl.19:30 í Kiwanishúsinu Iðavöllum 3c.

Ég vil vekja sérstaka athygli á að Hof í Garði verður með kynningarfund á starfsemi sinni þann 15. mars kl.19:30 Heiðaúni 4 í Garði og eru allir velkomnir.

Í Kiwanis myndast vinskapur á milli félaga sem endist alla ævina. Það er nefninlega þannig að Í Kiwanis er félagslegi þátturinn í starfinu mjög mikilvægur, það má segja að kiwanis sé félagsskapur þar sem enginn verður útundan.

Þess vegna átt þú að ganga í Kiwanis og vil ég bjóða öllum þeim sem vilja ganga til liðs við okkur velkomna í Kiwanis.

Eiður Ævarsson

Formaður kynningar- og markaðsnefndar Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar