Aðsent

Bjargráð – aðstoð við fjölskyldur  og aðstandendur fanga
Laugardagur 4. mars 2023 kl. 07:30

Bjargráð – aðstoð við fjölskyldur og aðstandendur fanga

Bjargráð veitir ókeypis faglega aðstoð og sérúrræði fyrir fjölskyldur og aðstandendur fanga. Það getur reynst erfitt fyrir foreldra, maka og börn að sitja eftir þegar einhver nákominn fer í fangelsi og því mikilvægt að fá aðstoð sem hentar þeim vel. 

Verkefnið er styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og er það þjóðkirkjan sem hefur styrkt verkefnið með húsnæði. Bjargráð er fyrir fjölskyldur þeirra sem bíða afplánunar, þeirra sem eru í afplánun og þeirra sem komin eru út eftir afplánun. Aðstandendum stendur til boða að koma til okkar í Háteigskirkju, þar sem við erum til húsa hjá Fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar. Einnig erum við með aðstöðu hér á Suðurnesjum, þjónustan sem við veitum er ekki háð trú eða lífsskoðunum. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stundum bíða einstaklingar lengi eftir að komast í afplánun, jafnvel í heilt ár og það reynir á parasamband þeirra sem eru í slíku og það reynir líka á uppeldið ef börn eru á heimilinu.

Þegar fjölskyldumeðlimur brýtur af sér og lendir í fangelsi þá situr fjölskyldan eftir heima með margþætt áfall. Fjármál og afkoma fara oft í uppnám þegar aðeins ein fyrirvinna verður eftir heima með börnin. Stundum hafa börnin orðið vitni að handtöku á heimilinu og þá þarf að vinna úr því. 

Oft er lítið um svör fyrir aðstandendur í öllu ferlinu og fólk upplifir sig í lausu lofti. Þegar börn eru inni í myndinni geta verð vangaveltur um hvernig á að segja þeim frá þessu öllu saman. 

Við hvetjum þá aðila sem eru í þessum sporum að hafa samband við okkur og fá aðstoð. 

Hægt er að senda tölvupósta á: 

[email protected]
og [email protected] 

Eða hringja: Jenný 7714966
og Eiríkur 8672450