Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Viðskipti

Rafbílar og jólaveitingar í Bílakjarnanum og Nýsprautun
Laugardagur 16. desember 2023 kl. 13:01

Rafbílar og jólaveitingar í Bílakjarnanum og Nýsprautun

Á þriðja hundrað gesta mættu í jólaboð Bílakjarnans og Nýsprautunar á Fitjum síðasta fimmtudag og hlustuðu á ljúfa jólatóna þeirra Elmars Þórs Haukssonar og Arnórs Vilbergssonar.

Eigendurnir Sverrir Gunnarsson og Pétur Örn Sverrisson með Konráð Lúðvíksson á milli sín.

Bílakjarninn er með umboð fyrir bíla frá Heklu og voru nokkrir glæsivagnar í salnum. Sverrir Gunnarsson segir að það sé búið að vera mikið að gera í bílasölu að undanförnu þar sem aðal áhuginn sé á rafmagnsbílum. „Við erum með Volkswagen, Audi og Skoda bíla á tilboði en eins og allir vita dettur afsláttur af rafmagnsbílum út um áramótin og því er hægt að gera góð kaup.“

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Veglegar veitingar voru í boði sem gestir nutu vel.

Arnór Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson léku og sungu.
Njarðvíski grínarinn Örvar Þór Kristjánsson setti punktinn yfir i-ið í skemmtilegu jólaboði með uppistandi þar sem ekkert var slegið af.

Fleiri myndir úr jólaboðinu eru í myndasafni hér að neðan.

Jólaboð Bílakjarnans og Nýsprautunar