Flugger
Flugger

Viðskipti

Ný tannlæknavakt í Reykjanesbæ
Kristjana og Þórir opna tannlæknavakt í Reykjanesbæ.
Föstudagur 31. maí 2024 kl. 06:07

Ný tannlæknavakt í Reykjanesbæ

Tannlæknarnir Þórir Hannesson og Kristjana Benediktsdóttir opna Tannlæknavakt Reykjanesbæjar 1. júní næstkomandi.

Þau munu sinna þeim neyðartilfellum sem inn á borð til þeirra koma utan hefðbundins opnunartíma tannlæknastofa en þau starfa á sitt hvorri tannlæknastofunni að Tjarnargötu 2 í Keflavík.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Opið verður á vaktinni kl. 16–22 virka daga og kl. 10–20 um helgar en hægt er að hafa samband í síma 782-2727 ef um neyðartilfelli er að ræða.

Að sögn Kristjönu er þetta bara vaktsími sem þau eru með sem fólk getur hringt í utan hefðbundins vinnutíma. „Það eru til þrjár svona vaktir í Reykjavík en við höfum ekki vitað af neinni hér í Reykjanesbæ hingað til svo okkur langaði að bjóða upp á þennan valkost,“ segir Kristjana.