Flugger
Flugger

Viðskipti

Atli Sigurður ráðinn samskipta- og kynningarstjóri RÚV
Fimmtudagur 23. mars 2023 kl. 06:00

Atli Sigurður ráðinn samskipta- og kynningarstjóri RÚV

Atli Sigurður Kristjánsson var nýverið ráðinn samskipta- og kynningarstjóri RÚV og hefur nú þegar tekið til starfa. Samskipta- og kynningardeild er ný eining innan RÚV sem heyrir undir útvarpsstjóra.

Atli hefur víðtæka stjórnunarreynslu auk mikillar reynslu af markaðsmálum sem markaðsstjóri hjá Marel og hjá Bláa lóninu. Frá 2017 hefur Atli verið hluti af frumkvöðlaumhverfi sem Mentor hjá Startup Tourism og KLAK – Icelandic Startups og hlaut þar viðurkenningu sem Mentor ársins 2017.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Atli er með M.Sc frá Háskólanum í Greenwich í Lundúnum og M.A. frá Viðskiptaháskólanum í Frakklandi.