Bygg
Bygg

Pistlar

Fyrsta lægð haustsins
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
sunnudaginn 19. september 2021 kl. 07:41

Fyrsta lægð haustsins

Þar sem ég sat við gluggann og rigningin frá fyrstu djúpu lægð haustsins barði á glerinu, velti ég fyrir mér hvað skyldi verða efni næsta pistils. Þessar vangaveltur mínar leiddu hugann að sjómönnunum okkar vegna þess að með fyrstu djúpu lægð haustsins kemur jú fyrsta brælan og baráttan hefst hjá hetjum hafsins við óblíð náttúruöflin. Ég get ekki annað en borið ómælda virðingu fyrir þeim mönnun sem leggja sjómennsku fyrir sig og jafnvel gera að ævistarfi. Látum myndirnar tala sínu máli.