Pistlar

FS-ingur: Stemmningsmaður
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 29. apríl 2022 kl. 06:50

FS-ingur: Stemmningsmaður

Ástþór Helgi Jóhannsson er átján ára og kemur frá Garðinum. Hann hefur áhuga á líkamsrækt, tónlist og peningum. Hann á auðvelt með að tileinka sér nýja hluti og lýsir sjálfum sér sem stemningsmanni. Ástþór Helgi er FS-ingur vikunnar.

Á hvaða braut ertu?
Ég er á fjölgreinabraut á viðskiptalínu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hver er helsti kosturinn við FS? Ég held að helsti kosturinn sé örugglega fólkið og stemninginþ

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Það er 100% Steini, hann á framtíðina fyrir sér í tónlistinni.

Skemmtilegasta sagan úr FS: Þegar Helgi lagði í húsvarðarstæðið og húsvörðurinn lagði fyrir hann.

Hver er fyndnastur í skólanum? Það er erfitt að velja, því það eru svo margir fyndnir. Ef ég verð að nefna einhvern einn þá er það Steini.

Hver eru áhugamálin þín? Ég hef mjög mörg áhugamál. Hef samt aðallega áhuga á líkamsrækt, tónlist og peningum.

Hvað hræðistu mest? Fugla.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á mér ekkert eitt uppáhalds en í fljótu bragði hugsa ég annað hvort Many men með 50 Cent eða Gullhamrar með Birni.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er fljótur að læra nýja hluti.

Hver er þinn helsti galli? Mér finnst svakalega erfitt að vakna á morgnana.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Spotify og Instagram.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Stefnan er að fara í háskóla og fara svo að vinna við eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og borgar vel.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Stemmningsmaður.