Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Mannlíf

Þórlaug bóndi úr Grindavík slær í gegn á Youtube
Þriðjudagur 17. maí 2016 kl. 09:57

Þórlaug bóndi úr Grindavík slær í gegn á Youtube

Syngur um sauðburð og bændalífið

Nú stendur sauðburður sem hæst víða um land. Grindvíkingar eiga nokkra vaska bændur sem standa núna í ströngu. Þórlaug Guðmundsdóttir bóndi á Hópi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir myndband þar sem hún syngur og gantast með sauðburðinn og líf bænda. Myndbandið virðist fara fyrir brjóstið á einhverjum netverjum en flestir hafa þó gaman af þessu uppátæki hjá Þórlaugu og félögum. Yfir 22 þúsund sinnum hefur verið horft á myndbandið á Youtube til þessa.

Hanna Sigurðardóttir snillingur bjó til texta og myndband. Anna Sigríður Sigurðardóttir sá um tónlist og þær Hanna og Jóhanna sáu um bakraddir.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Dubliner
Dubliner