Mannlíf

Stapaskólabörn gróðursetja tré við Reykjanesbraut
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 8. október 2021 kl. 06:15

Stapaskólabörn gróðursetja tré við Reykjanesbraut

Á svæði milli Reykjanesbrautar og byggðarinnar í Dalshverfi í Innri-Njarðvík hefur Stapaskóli fengið svæði fyrir skógrækt. Nemendur í 3. bekk plöntuðu trjám á svæðinu í síðustu viku og þeim til halds og trausts voru nemendur úr 4. til 6. bekk skólans. Kristján Bjarnason frá skógræktinni var skólanum innan handar við plöntun trjánna og ræddi við börnin um tilgang skógræktar og kenndi svo nemendum hvernig á að bera sig að við gróðursetningu. Myndina tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri.










Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024