Mannlíf

Slökkviliðsmenn fækka fötum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 11. október 2020 kl. 07:49

Slökkviliðsmenn fækka fötum

Slökkviliðsmenn úr Reykjavík heimsóttu slökkviliðsminjasafnið á Fitjum í Njarðvík í vikunni. Ekki til að skoða munina á mögnuðu safninu heldur til að fækka fötum og sitja fyrir á myndum sem fara á árlegt dagatal Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Keflvíkingurinn Kristmundur Carter er einn af liðsmönnunum en var fullklæddur þegar Víkurfréttamenn litu inn.

„Við prentum tvöþúsund og fimm hundruð dagatöl og seljum þau öll. Slökkviliðsmenn eru fyrirsæturnar og pósa hér vinstri hægri. Förðunarkona er á staðnum til að gera þetta sem raunverulegast. Ágóðann höfum við notað í söfnunarsjóð vegna alheimsleika slökkviliðsmanna sem hópurinn hefur sótt. Þá höfum við líka notað hluta ágóðans til að styrkja góð málefni. Þetta er búið að vera árlegt verkefni síðan 2007, mjög skemmtilegt,“ sagði Kristmundur sem var ljósmyndaranum og liðsmönnum sínum til aðstoðar.

Vogar aðalskipulag
Vogar aðalskipulag