Krónan
Krónan

Mannlíf

Safnahelgi á Suðurnesjum nú um helgina
Laugardagur 11. október 2025 kl. 12:00

Safnahelgi á Suðurnesjum nú um helgina

Margt verður á boðstólum helgina 11.–12. október þegar Safnahelgi á Suðurnesjum fer fram. Þá bjóða sveitarfélögin á Suðurnesjum landsmönnum að heimsækja fjölbreytta flóru safna, setra og sýninga, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá er á safnahelgi.is

Alla dagskrá má nálgast á safnahelgi.is. Meðal viðburða má nefna fjölbreyttar sýningar og leiðsagnir um öll Suðurnes, ljóðaupplestur, myndlistarsýningar og fjölskylduvæna dagskrá fyrir börn.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undirbúningi og er verkefnið styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Aðgangur að Safnahelginni er ókeypis og eru gestir hvattir til að taka fjölskylduna með sér í ferðalag um svæðið og uppgötva það sem söfn, setur og sýningar á Suðurnesjum hafa upp á að bjóða.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025