Mannlíf

Nýárstónleikar Gala 2023 með úkraínskum blæ
Mánudagur 26. desember 2022 kl. 09:14

Nýárstónleikar Gala 2023 með úkraínskum blæ

Nýárstónleikar Gala í Reykjanesbæ fagna fimm ára afmæli í ár en að þessu sinni verða tónleikarnir með úkraínskum blæ ásamt þekktum klassískum frægum söngperlum og dúettum eftir Franz Lehar, Guiseppe Verdi, Sigvalda Kaldalóns, Mykola Lisenko og Igor Shamo.

Þetta er hátíðardagskrá með fjölbreyttum lögum úr þekktum óperum, söngleikjum, dægurlögum og fleiru. Tónleikarnir verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 1. janúar og hefjast kl. 20.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Flytjendur:

Alexandra Chernyshova - sópran

Rúnar Þór Guðmundsson - tenór

Helgi Hannesson - píanóleikari

Yana Prikhodko - sellóleikari, gestur frá Úkraínu

Stúlknakórinn Draumaraddir.

Miðasala er á tix.is en einnig við dyrnar.