RNB þrettándinn
RNB þrettándinn

Fréttir

Samfylking og Miðflokkurinn stærst í Suðurkjördæmi
Samfylking er stærst í Suðurkjördæmi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 5. janúar 2026 kl. 11:31

Samfylking og Miðflokkurinn stærst í Suðurkjördæmi

Samfylking og Miðflokkurinn eru stærstu flokkarnir í Suðurkjördæmi. Flokkur fólksins og Viðreisn missa sína þingmenn. Þetta eru helstu niðurstöður úr nýjustu könnun Gallup fyrir RÚV.

Samfylking mælist stærst, með 26,9% í nýjustu könnuninni og fengi samkvæmt því 3 þingmenn, en kannanir eru gerðar mánaðarlega. Í nóvemberkönnun 2025 mældist Miðflokkurinn stærstur með 30,8% og þá með fjóra þingmenn. Flugið á Miðflokknum er aðeins lægra en þó með 24,3% og fær samkvæmt því 3 þingmenn.

Framsókn réttir úr kútnum og tvöfaldar hér um bil fylgi frá síðustu könnun, fer úr 6% í 11,3% og fengi einn þingmann.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Sjálfstæðisflokkur er á svipuðu róli og fær 22,1% og 2 þingmenn. Í 2. sæti í síðustu kosningum var Vilhjálmur Árnason, sem nú býður sig fram til oddvita flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026.

Viðreisn og Flokkur fólksins halda áfram að falla. Hvorugur flokkurinn fengi þingmann í Suðurkjördæmi. Viðreisn mælist með 5,3% fylgi og Flokkur fólksins með 6,2%. Tveir af samtals þremur þingmönnum þessara tveggja flokka, Guðbrandur Einarsson og Sigurður Helgi Pálmason, búa í Reykjanesbæ.

Ef niðurstöður kosninga yrðu samkvæmt þessum tölum og Vilhjálmur Árnason færi úr þingmannaliði Sjálfstæðisflokksins í bæjarpólitíkina yrði Sverrir Bergmann, þriðji á lista Samfylkingarinnar 2024, eini þingmaðurinn á Alþingi sem er með búsetu á Suðurnesjum.

RNB þrettándinn
RNB þrettándinn