Bilakjarninn
Bilakjarninn

Mannlíf

Fjölmenni á vel heppnaðri Skötumessu í Gerðaskóla
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 27. júlí 2025 kl. 08:55

Fjölmenni á vel heppnaðri Skötumessu í Gerðaskóla

Á fimmta hundrað manns mættu á Skötumessu að sumri í Gerðaskóla í fyrrakvöld. Fjöldi aðila fékk afhenta styrki en þeir nema yfir 100 milljónum króna í heild sem veittir hafa verið í tuttugu ára sögu Skötumessunar.

Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi þingmaður og bæjarstjóri í Garði hefur verið forvígismaður Skötumessunar frá upphafi og hefur haft margt gott fólk með sér í vinnunni. Hann þakkaði þeim og styrktaraðilum fyrir framlagið sem væri ómetanlegt en mjög margir einstaklingar og samtök sem annað hvort hafa átt á brattann að sækja af ýmsum ástæðum sem og að hafa gert góða hluti í samfélaginu hafa notið góðs af afrakstri Skötumessunar í tvo áratugi.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Hér eru fjölmargar myndir frá fjörinu í Gerðaskóla. Auk ljúffengrar skötu var saltfiskur og plokkfiskur með tilheyradi meðlæti á boðstólum. Þá voru fjölmörg söngatriði eins og vanalega.

Meðal margra styrkþega í ár var geðræktarmiðstöðin Björgin í Reykjanesbæ sem fékk 1.400 þús. kr. gjafabréf fyrir nýrri eldhúsinnréttingu úr Ikea. SÁÁ fékk 700 þús. kr. Gjafabréf upp á 1 milljón og 500 þús. kr. voru afhent einstaklingum til að kaupa sér bíl og þá fengu nokkrir aðilar góða styrki, m.a. fjölskylda frá Úkraínu.

Skötumessa 2025